mobile
Leita

Augnlækningar

Þrátt fyrir að augnlæknar Sjónlags sérhæfi sig í ýmsum undirsérgreinum augnlækninga eru almennar augnlækningar stór þáttur í starfsemi stöðvarinnar. Það er afar mikilvægt að fólk á öllum aldri komi reglulega í eftirlit hjá aunlækni.

Regluleg augnskoðun

Eftir því sem við eldumst er mikilvægara að láta skoða í sér augun reglulega. Alþjóðleg augnlæknasamtök hafa gefið út töflu sem sýnir æskilega tíðni skoðana.

Nánar um tíðni skoðana

Sjónmælingar

Sjón er jafnan mæld með því að viðkomandi les bókstafi á spjaldi í 6 metra fjarlægð. Henni er oftast lýst með tveimur tölum í broti. Eðlilegri sjón er lýst sem 6/6 sjón. Hver lína á spjaldinu endar í tölu, sem táknar þá fjarlægð sem einstaklingur með eðlilega sjón sér þá línu.

Nánar um sjónmælingar

Aldurstengd fjarsýni

Sjónlag hefur um langt skeið boðið uppá augasteinsaðgerðir sem geta losað fólk bæði við nær og fjærsýni sem og aldurstengda fjarsýni.

Nánar um aldurstengda fjarsýni

Barnaaugnlækningar

Sjón barna þroskast á fyrstu 8 til 10 árum ævinnar. Á þessum árum myndast taugabrautir í miðtaugakerfinu. Til þess að sjónþroskinn sé eðlilegur þarf skýr mynd að koma inn á sjónhimnuna í gegnum hornhimnuna (glæruna), augastein og glerhlaup.

Nánar um barnaaugnlækningar

Augasteinsskipti

Augasteinninn er fjarlægður og gerviaugasteinn settur í hans stað. Á þann hátt er unnt að leiðrétta nærsýni og fjarsýni.

Nánar um augasteinsskipti

Ský á augasteini

Ský á augasteini, oft kallað drer (e. cataract) er ástand þar sem gegnsæi augasteinsins minnkar og veldur þannig þokusjón.

Nánar um ský á augasteini

Fjölfókuslinsur

Ein af merkilegri nýjungum á síðari árum er tilkoma gervilinsa sem leyfa viðkomandi að lesa stærra letur án hjálpar lesgleraugna, svokallaðar leslinsur.

Nánar um fjölfókuslinsur