mobile
Leita

Öryggi

Þegar spurt er um öryggi læknisaðgerða sem framkvæmdar eru hér á stöðinni er eitt af lykilsvörunum: Aðgerðirnar eru afar öruggar en ekkert er 100% öruggt. 

Við erum ávallt reiðubúin að svara spurningum um öryggi, þær eru eðlilegar. Eftir því sem árin hafa liðið og fleiri kynnst aðgerðunum hefur spurningunum fækkað, þar sem æ fleiri þekkja einstaklinga sem hafa notið góðs árangurs af sjónlagsaðgerð.

Sjónlag Portrett og hópmynd-549-Edit

Síðan sjónlagsaðgerðir með laser komu fram á sjónarsviðið hafa milljónir einstaklinga farið í aðgerðina. Líkt og með allar aðgerðir hefur útkoman ekki ávallt verið fullkomin. Líkur á að eitthvað komi upp á sem má lagfæra með aðgerð eru um 1/200 aðgerðum. Líkur á að eitthvað komi upp sem ekki er unnt að lagfæra með aðgerð er um 1/2000. Í einstaka tilfellum hefur einstaklingur tapað einhverri sjón á auga.

Ef litið er þó af skynsemi á þessar tölur segja þær manni einungis það að öryggi aðgerðarinnar er í raun mjög mikið. Líkur á blindu vegna snertilinsunotkunar eru litlar, en þó til staðar, og glerbrot úr brotnum gleraugnaglerjum geta skorið augað svo illa að nema þurfi það á brott. Hvað aðrar aðgerðir varðar þá má t.d. benda á að lýst hefur verið dauðsföllum við tannviðgerðir og brottnám fæðingarbletta. 

Líkt og gildir með allt í lífinu skiptir mestu máli að halda áhættu í algjöru lágmarki með því að gæta þess að ýtrustu öryggiskrafna sé gætt í hvívetna. Við erum þar í fararbroddi.