Flestir halda góðri sjón langt fram eftir aldri. Sjónlag breytist þó þegar árin færast yfir og ellifjarsýni gerir vart við sig en hún er afleiðing stirðnunar í augasteinum. Þá er líklegt að ýmiskonar vandamál og jafnvel augnsjúkdómar geri vart við sig þegar við eldumst.Ólafur Már Björnsson augnlæknir kom á Morgunvaktina og spjallaði vítt og breitt um augun og sjónina. Hann útskýrði meðal annars þetta breytta sjónlag, augasteinavandamál og gláku, svo eitthvað sé nefnt.
Ath: Fyrirsögn og inngangi þessarar færslu var breytt þar sem fyrri útgáfa var ónákvæm.
Hlusta á viðtal hér
Aftur í frétta yfirlit