Sjón flestra er góð langt fram eftir aldri

13. desember 2017

Flestir halda góðri sjón langt fram eftir aldri. Sjónlag breytist þó þegar árin færast yfir og ellifjarsýni gerir vart við sig en hún er afleiðing stirðnunar í augasteinum. Þá er líklegt að ýmiskonar vandamál og jafnvel augnsjúkdómar geri vart við sig þegar við eldumst.
Ólafur Már Björnsson augnlæknir kom á Morgunvaktina og spjallaði vítt og breitt um augun og sjónina. Hann útskýrði meðal annars þetta breytta sjónlag, augasteinavandamál og gláku, svo eitthvað sé nefnt.

Ath: Fyrirsögn og inngangi þessarar færslu var breytt þar sem fyrri útgáfa var ónákvæm.

Hlusta á viðtal hér