Jónmundur Gunnar Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sjónlags

15. ágúst 2017

Jónmundur starfaði í 10 ár sem forstöðumaður hjá Straumi Fjárfestingabanka, fjármálastjóri Domino´s á árunum 2001-2004, sölustjóri og bókari hjá Gísla Jónssyni og tengdum félögum 1991-2001, leiðsögumaður hjá Jöklaferðum Vatnajökli 1994 og 1995, síðast starfaði Jónmundur sem rekstrarstjóri hjá Festi fasteignum. Jónmundur hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir fyrirtæki og félagasamtök, átti sæti í stjórn T-plús sem er eftirlitsskyldur aðili hjá FME. Jónmundur er giftur Lilju Björk Stefánsdóttur og eiga þau tvær dætur.

Ég er virkilega ánægður með að fá Jónmund til starfa hjá Sjónlagi. Jónmundur hefur víðtæka reynslu sem mun nýtast Sjónlagi í áframhaldandi þróun og styðja við ört stækkandi hóp viðskiptavina okkar, er haft eftir Finni Sveinbirnssyni stjórnarformanni félagsins.

Sjónlag augnlæknastöð var stofnuð árið 2001 og er í fararbroddi hér á landi hvað varðar tæknibúnað og þjónustu við sjúklinga.Sjónlag hefur á tveimur skurðstofum framkvæmt yfir 9000 sjónlagsaðgerðir með laser og yfir 1000 augasteinsaðgerðir. Hjá Sjónlagi starfa sjö augnlæknar, fjórir sjóntækjafræðingar og sex hjúkrunarfræðingar ásamt öðru starfsfólki. Sjónlag býður upp á hníflausa Femto lasertækni við lasik sjónlagsaðgerðir. Enn fremur hefur Sjónlag verið brautryðjandi þegar kemur að meðferð við ellifjarsýni en undanfarin ár hafa fjölmargir viðskiptavinir verið meðhöndlaðir með fjölfókus augasteinum og PresbyMax laser meðferð.