mobile
Leita

Wavefront meðferð Amaris 750S

WF1 WF2 AMARIS 750S_Monitor

Þegar kemur að nákvæmni, öryggi, hraða og þægindum við sjónlagsaðgerðir hefur Sjónlag tekið stórt skref með kaupum á nýju lasertæki Schwind Amaris 750S. Áður óþekktur hraði lasergeisla 750Hz, 6D eltigeisli, tölvustýrð orku- og hitastilling meðferðar gerir það að verkum að við getum boðið uppá meðferð með hámarks öryggi og gæðum. 

Því til viðbótar er það tryggt að meðferðin breytir ekki eðlilegu ljósbroti augans (aberration free) heldur lagfærir bara sjónlagsgallann. Við það að nota femtosecond laser við flipagerð bætir það gæðin ennfrekar. Þetta er sú staðalmeðferð sem nýtist flestum.  Ef náttúrulegt ljósbrot augans er hinsvegar bjagað er hægt að skraddarasauma meðferðina með leiðsögn af yfirborðskorti af hornhimnunni (topography guided treatment).  Leiðsögn meðferðarinnar er algjörlega háð mjög nákvæmum eltigeisla líkt er að finna í okkar laser (6D) sem tryggir að lasergeislinn lendi á réttum stað á hornhimnunni þrátt fyrir smáhreyfingar augans.  Sjá myndband hér fyrir neðan. 

Í stuttu máli má því segja að allir sem fara í sjónlagsaðgerð hjá okkur fá aberrations free eða "hlutlausa" meðferð með hliðsjón af yfirborðskorti hornhimnunnar.  Flóknari útfærslu er ekki þörf nema í undantekningartilfellum.