mobile
Leita

Tæknin

Sjónlag er í fararbroddi þegar kemur að nýjustu tækni og aðferðafræði við sjónlagsaðgerðir og augnlækninga. Við erum stolt af því að bjóða ávallt upp á hámarksöryggi og gæði. 

Femtosecond lasertækni

Sjónlag er fyrsta augnlæknastöðin á Íslandi til að bjóða uppá þessa tækni sem hefur á skömmum tíma orðið gullstandardinn í sjónlagsaðgerðum um allan heim.

Nánar um Femtosecond lasertækni

Wavefront meðferð Amaris 750S

Þegar kemur að nákvæmni, öryggi, hraða og þægindum við sjónlagsaðgerðir hefur Sjónlag tekið stórt skref með kaupum á nýju lasertæki Schwind Amaris 750S. Áður óþekktur hraði lasergeisla 750Hz, 6D eltigeisli, tölvustýrð orku- og hitastilling meðferðar gerir það að verkum að við getum boðið uppá meðferð með hámarks öryggi og gæðum.

Nánar um Wavefront

Schwind Amaris 750S

Schwind Amaris 750S er eitt fullkomnasta augnlasertæki sem er framleitt í dag. Þetta er nýtt tæki byggt á áratuga reynslu tæknimanna Schwind og samstarfslækna þeirra. Fyrirtækið er þýskt og hefur vaxið rólega upp í það að vera eitt af leiðandi fyrirtækjum á þessu sviði í dag í heiminum.

Nánar um Schwind Amaris 750S