mobile
Leita

vél

Femtosecond lasertækni

Sjónlag er fyrsta augnlæknastöðin á Íslandi til að bjóða uppá þessa tækni sem hefur á skömmum tíma orðið gullstandardinn í sjónlagsaðgerðum um allan heim.

Femtosecond laser býr til flipann í stað hefðbundins hnífsblaðs. Að gera flipann með laser þýðir að hann er jafnari og þynnri (110 micron) sem gerir hornhimnuna sterkari eftir aðgerð en ella. Betri nætursjón, minni þurrkur og minni óþægindi eru einnig eftir aðgerð. Gæði flipans skilar sé líka í hraðari gróanda með betri sjón fyrr, sem og færri tilfellum fylgikvilla svo sem innvöxtur þekju eða önnur flipavandamál. Ennfremur skilar femtosecond tækni við flipagerð minni áhrifum á ljósbrot augans, minni sk HOA.

Ziemer er Svissneskt tæknifyrirtæki á sviði augnlækninga og hefur framleitt tæki til flipagerðar við sjónlagaðgerðir. Ziemer LDV Z2 femtosecond laser er nýjasta afurð þeirra á þessu sviði þar sem lasergeisla í stað hnífs er beitt til að búa til flipa framan á hornhimnunni. Hér er um byltingarkennda aðferð að ræða sem hefur verið í þróun sl ár og er nú að skrifa nýjan kafla í sögu sjónlagsaðgerða.

loftbólurFemtosecond lasermeðferðin byggir á mjög lágri púlsorku (nJ), púlsinn er stuttur og ör (MHz). Þetta tryggir mjög nákvæma þykkt sem er ávallt sú sama, fækkar loftbólum sem myndast í hornhimnunni og minnka bjúg eftir aðgerð. Byltingarkennd hönnun Ziemer með nálægð tengingu lasertækis við augað gerir þetta kleift.

Laserinn er ennfremur með tölvustýrt sog sem tryggir hámarksöryggi.