Sjón er jafnan mæld með því að viðkomandi les bókstafi á spjaldi í 6 metra fjarlægð. Henni er oftast lýst með tveimur tölum í broti. Eðlilegri sjón er lýst sem 6/6 sjón. Hver lína á spjaldinu endar í tölu, sem táknar þá fjarlægð sem einstaklingur með eðlilega sjón sér þá línu. Talan fyrir ofan línu merkir þá fjarlægðina milli þess sem les og spjaldsins. Talan fyrir neðan línu táknar smæstu línu sem viðkomandi gat lesið. Dæmi: 6/9 táknar að lesin var í 6 metra fjarlægð lína sem einstaklingur með eðlilega sjón ætti að lesa í 9 metra fjarlægð.
Hjá Sjónlagi starfa átta augnlæknar, þrír sjóntækjafræðingar og fimm hjúkrunarfræðingar, sem veita faglega ráðgjöf.