Það er afar mikilvægt að fólk á öllum aldri komi reglulega í augnskoðun. Eftirfarandi tafla sýnir ráðleggingar alþjóðlegra augnlæknasamtaka:
Líkt og aðrir augnlæknar starfa læknar okkar skv. samningi við Sjúkratryggingar Íslands og er verðskrá okkar því sú sama og annarra augnlækna. Nokkrar meðferðir eru ekki greiddar niður af Sjúkratryggingum Íslands og þurfa því að greiðast af sjúklingum. Þær skoðanir og meðferðir eru eftirfarandi:
Þessar rannsóknir og meðferðir eru yfirleitt ekki á boðstólum hjá augnlæknastöðvum og hefur ekki enn fengist vilyrði fyrir því hjá yfirvöldum að greiða fyrir þær.
Við mælum sjónina þína, mælum augnþrýsting, skoðum augun nákvæmlega, þar á meðal eftir að sjáaldur hefur verið víkkað út. Þá getum við skoðað hina óviðjafnanlegu sjónhimnu, sjóntaugina og æðarnar inni í auganu. Í völdum tilvikum gerum við svo frekari rannsóknir, s.s. sjónsviðsrannsókn til að kanna hvort um gláku sé að ræða, tökum augnbotnamyndir eða einhverja af rannsóknunum sem nefndar eru hér að ofan.
Við leggjum áherslu á bestu mögulegu þjónustu, skoðun og meðferð sem unnt er að veita í augnlækningum. Það er forgangsverkefni okkar að viðhalda heilbrigði augna þinna.
Hjá Sjónlagi starfa átta augnlæknar, þrír sjóntækjafræðingar og fimm hjúkrunarfræðingar, sem veita faglega ráðgjöf.