mobile
Leita

TransPRK hníflaus sjónlagsaðgerð

TransPRK er sjónlagsaðgerð sem byggir eingöngu á notkun lasergeisla. TransPRK hentar sérstaklega vel þegar um minni sjónlagsgalla er að ræða, svo sem við nærsýni og sjónskekkju og ef hornhimnur eru mjög þunnar1.

TransPRK er háþróuð yfirborðsmeðferð með laser þar sem þekjuvefurinn er fjarlægður með meiri nákvæmni og á jafnari og auðveldari hátt en með hefðbundinni aðferð, þar sem þekjuvefurinn er skrapaður burtu eða leystur upp með alkóhóli.

Bataferlið er styttra eftir meðferð með TransPRK en með eldri aðferðum, þar sem hnífur er notaður. Bati í sjón kemur einnig fyrr fram2.

Samanborið við Femto LASIK, þar sem sjón jafnar sig mjög fljótt án nokkurra óþæginda, tekur lengri tíma fyrir sjónina að jafna sig eftir TransPRK. Einnig fylgja TransPRK meiri óþægindi fyrstu tvo sólarhringana. Hins vegar er gengið minna á hornhimnuna í TransPRK-aðgerð en í Femto-LASIK.

Gæði sjónar og árangur aðgerðinnar er nákvæmlega sá sami ef miðað er við 4-6 vikur frá aðgerð.

1. Fadlallah A et al. Transepithelial photorefractive keratectomy: Clinical results. J Cataract Refract Surg 2011, Oct;37(10):1852-7.

2. Luger MH, Ewering T, Arba-Mosquera S. Consecutive myopia correction with transepithelial versus alcohol-assisted photorefractive keratectomy in contralateral eyes: One-year results. Journal of Cataract & Refractive Surgery 2012, Aug;38(8):1414-23.