Sjónlag býður eingöngu upp á sjónlagsaðgerðir sem eru algjörlega hníflausar. Hægt er að velja á milli þess að fara í aðgerð með Femto-LASIK eða TransPRK SmartPulse. Nú höfum við einnig tekið í notkun nýja tækni sem gerir okkur kleift að beita FemtoLASIK tækinni til að gera lesgleraugu óþörf. Þessi aðferð nefnist PresbyMax og hefur verið í þróun undanfarin ár og náð umtalsverðum vinsældum erlendis. Hníflausar aðgerðir þýða skjótari bata en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi hingað til.
Femto-LASIK
TransPRK SmartPulse
PresbyMax (45 -55 ára)
Lengd aðgerðar
Innan við mínútu
Bataferli
1 dagur
2-5 dagar Þörf á snertilinsum í 3 daga
Styrkur hornhimnu
Lítið gengið á þykkt hornhimnu
Mjög lítið gengið á þykkt hornhimnu
Árangur
Stöðugt sjónlag, litlar líkur á breytingu
Verð
Sjá verðskrá
Nánar um Femto LASIK
Nánar Trans PRK
Nánar um Presby Max
Panta tíma í forskoðun
Sjónlag hefur alfarið hætt notkun hnífa við sjónlagsaðgerðir. Reynsla okkar af Femto Lasik og TransPRK SmartPulse aðferðunum undanfarin tvö ár leiðir til þessarar ákvörðunar.
Hátt í 4000 íslendingar hafa á þessu tímabili valið hníflausar aðgerðir hjá okkur í Sjónlagi, með mjög góðum árangri, enda sannað að þessar aðgerðir gefa betri árangur og stöðugra sjónlag1.
1. Lin MY, Chang DC, Hsu WM, Wang IJ. Cox proportional hazards model of myopic regression for laser in situ keratomileusis flap creation with a femtosecond laser and with a mechanical microkeratome. J Cataract Refract Surg 2012, Jun;38(6):992-9.