Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af því að meta sjónlag og veita ráðgjöf um aðgerð í samræmi við ástand augna og aðra þætti í heilsufari fólks. Með aðstoð okkar ættir þú að geta tekið yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um hvort og þá hvers konar aðgerð þú vilt fara í.
Forskoðun leiðir í ljós hvort þú getur farið í aðgerð eða ekki. Eins og gefur að skilja er forskoðunin mjög ítarleg, en miðað er að því að komast að því hvort eitthvað komi í veg fyrir að þú getir farið í sjónlagsaðgerð. Um 80% þeirra sem fara í skoðun geta farið í aðgerð.
Mikilvægt er að vera án snertilinsa í viku fyrir forskoðun.
Í forskoðun er meðal annars:
Að forskoðun lokinni er farið ítarlega yfir niðurstöður hennar til að ákvarða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta þér.
Panta tíma í forskoðun