Nákvæm augnskoðun er framkvæmd áður en kemur að aðgerð. Við skráum almenna heilsufarssögu og leitum allra upplýsinga varðandi lyfjaofnæmi. Síðan er sjónin mæld með og án gleraugna eða snertilinsa. Hornhimnan sjálf er síðan mæld með afar nákvæmum tækjum og stærð sjáaldra skoðuð í rökkri og birtu. Að því loknu eru sjáöldrin víkkuð út með augndropum og augnbotnar skoðaðir vandlega.
Hvað á að gera? Hvað er eðlilegt? Algengar spurningar Hvað á ekki að gera?