Við gerum allt til að hafa andrúmsloftið sem þægilegast og að vel fari um þig fyrir aðgerðina og meðan á henni stendur. Yfirleitt talar fólk um að þetta sé miklu minna mál en það hafi haldið.
Panta tíma í forskoðun
Árangur aðgerða okkar er mjög góður og bati almennt mjög skjótur. SmartPulse tæknin tryggir það enn frekar. Við fylgjum þér eftir eins og þurfa þykir. Einstaklingsbundið er hversu lengi sá tími varir, en langflestir útskrifast eftir 3 mánuði. Í einstaka tilfellum er nauðsynlegt að fylgja einstaklingi eftir í allt að 1 ár eftir aðgerð.
Strax daginn eftir aðgerð kemur þú til okkar í skoðun og það er mikilvægasta skoðunin. Þú kemur svo aftur í skoðun til okkar eftir þörfum. Algengast er að koma þremur mánuðum síðar og mögulega lengur ef þarf.
Ef einhverjar sveiflur í sjón mælast eða eitthvað annað kemur upp munum við fylgjast með þér lengur. Ef þörf er á fínstillingu á sjóninni getum við oftast lyft flipanum og framkvæmt laser-meðferð þar undir – flestum finnst það mun minna mál en upphaflega aðgerðin. Ef þetta reynist nauðsynlegt er það oftast gert innan 6 -12 mánaða frá aðgerð.