Einfókus augasteinn er með einn styrk í allri linsunni. Það gefur skýra sjón annað hvort í fjarlægð eða nálægt. Flestir velja að sjá vel frá sér en notast við lesgleraugu til að sjá það sem er nálægt.
Fjölfókus augasteinn er með fleiri styrki í linsunni sem gefur góða sjón bæði í fjarlægð og nálægt. Því er gleraugna ekki þörf.
Hægt er að leiðrétta sjónskekkju með sérstökum sjónskekkju augasteinum. Ef sjónskekkja er til staðar er vert að kynna sér þennan kost.