mobile
Leita

Forskoðun

Forskoðun leiðir í ljós hvort þú getur farið í aðgerð eða ekki. Eins og gefur að skilja er forskoðunin mjög ítarleg, en miðað er að því að komast að því hvort eitthvað komi í veg fyrir að þú getir farið í sjónlagsaðgerð. Um 80% þeirra sem fara í skoðun geta farið í aðgerð.

Fyrsta skrefið er að hringja í síma 577 1001 og panta tíma.

Mikilvægt er að vera án snertilinsa í viku fyrir forskoðun.

Í forskoðun er meðal annars:

• Sjónlag mælt í sjónlagsmæli til að fá grófa hugmynd um sjónlag þitt.
• Gleraugun mæld út frá því.
• Farið yfir heilsufar þitt, augnsögu, ofnæmissögu og annað sem gæti haft áhrif á aðgerð.
• Augnþrýstingur mældur.
• Stærð augans mæld.
• Hornhimnan skoðuð nánar með sérstöku mælitæki og nokkurs konar landslagsmynd útbúin af yfirborði hennar.
• Sneiðmynd er tekin af augnbotnum (OCT)
• Ríkjandi auga fundið. Sjáöldur mæld með millimetramáli og ríkjandi auga ákvarðað.
• Sjáöldrin víkkuð út með sérstökum dropum.
• Augun skoðuð nákvæmlega af augnlækni með svokölluðum raufarlampa.
Að forskoðun lokinni er farið ítarlega yfir niðurstöður hennar til að ákvarða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta þér.

Sjónlag Portrett og hópmynd-549-Edit