Hefur þú velt því fyrir þér hvernig það væri að þurfa ekki að þreifa á náttborðinu eftir gleraugunum áður en þú opnar augun? Geta hlaupið inn í búð úr kuldanum án þess að fá móðu á gleraugun eða skellt þér í ræktina þó þú sért ekki með linsur? Þú og gleraugun þín eruð ekki einn og sami hluturinn. Gleraugu þurfa ekki að takmarka þig, ákveða hver þú ert eða hvað þú gerir. Opnaðu augun fyrir frelsinu.
Fyrsta skrefið er að fara í forskoðun, sem leiðir í ljós hvernig sjónlag þitt er. Í framhaldi af henni er hægt að skoða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta fyrir þig. Í flestum tilfellum er aðgerð möguleg. Þó munum við ekki mæla með aðgerð nema miklar líkur séu á árangri.
Laseraðgerðir geta hjálpað fólki á öllum aldri en við ráðleggjum þeim sem eru eldri en 60 ára að skoða þá möguleika sem í boði eru með augasteinaskiptum þ.e fjölfókusaugasteinum.
Fylltu út formið hér að neðan og við höfum samband og finnum fyrir þig tíma í forskoðun í sameiningu.
Hjá Sjónlagi starfa átta augnlæknar, þrír sjóntækjafræðingar og fimm hjúkrunarfræðingar, sem veita faglega ráðgjöf.