mobile
Leita

Augnsjúkdómar

Margs konar sjúkdómar geta herjað á augun okkar. 

Þurr augu

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að u.þ.b. 15 000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Í þessum sjúkdómi framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki nægilega vel sett saman og þau gufa upp of fljótt.

Nánar um þurr augu

Hvarmabólga

Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu, þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks.

Nánar um hvarmabólgu

Hrörnun í augnbotnum

Algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Göngusjón og sjónsvið er óbreytt. Ný lyf hafa gefið nýja von í baráttunni við sjúkdóminn.

Nánar um hrörnun í augnbotnum

Gláka

Gláka er hægfara ættgengur sjúkdómur sem ómeðhöndlaður getur valdið skerðingu á sjónsviði. Þetta þýðir að einstaklingur með gláku sem ekki er meðhöndluð hættir smám saman að sjá út undan sér, þ.e. hluti sem eru utarlega í sjónsviði.

Nánar um gláku

Sykursýki og augun

Sykursýki getur haft mikil áhrif á augu og augnbotna. Breytingar koma aðallega fram í sjónhimnu. Flestir sem hafa haft sykursýki lengur en 20 ár hafa bera þess einhver merki í augnbotnum. Mjög mikilvægt er að fólk með sykursýki sé í reglubundnu eftirliti hjá augnlækni.

Nánar um sykursýki og augun

Keiluglæra

Sjúkdómurinn keratoconus nefnist keiluglæra á íslensku. Sjúkdómurinn kemur upp í hornhimnu augans stundum kölluð glæra), en það er glær kúpull raman á auganu sem á að vera kúptur líkt og Perlan á Öskjuhlíðinni.

Nánar um keiluglæru

Ský í augasteini

Augasteinninn er mjúkur og breytir auðveldlega um lögun hjá þeim sem yngri eru. Með hækkandi aldri breytist augasteinninnn, hann harðnar og stækkar.

Nánar um ský í augasteini