mobile
Leita

Barnaaugnlækningar

Hvers vegna þarf að meta sjón barna?

Sjón barna þroskast á fyrstu 8 til 10 árum ævinnar.  Á þessum árum myndast taugabrautir í miðtaugakerfinu. Til þess að sjónþroskinn sé eðlilegur þarf skýr mynd að koma inn á sjónhimnuna  í gegnum hornhimnuna (glæruna), augastein og glerhlaup.  Eftir þessi ár er erfitt að leiðrétta sjónþroska vegna letiauga.

0723

Hvað er letiauga (amblyopia)?

Letiauga er langalgengasta orsök sjónskerðingar á öðru eða báðum augum hjá börnum.  Í Norður Ameríku hefur tíðnin mælst 2-4 %. 

Algengustu orsakir letiauga:

  1. Sjónlagsgallar eins og t.d. fjarsýni (hyperopia ) og sjónskekkja (astigmatism), þar sem sú mynd er nemur sjónhimnuna er óskýr . Heilinn hefur þá ekki möguleika á að þroska eðlilegar taugarbrautir.
  2. Skjálgi (strabismus), þar sem barnið beitir því auga, sem liggur betur í sjónlínu.
  3. Augnsjúkdómar, sem hindra eðlilegan sjónþroska, eins og t.d. ský á augasteini.

Hvernig er hægt að uppgötva letiauga?

Með sjónmælingu á heilsugæslu er reynt að finna þau börn sem sjá annað hvort illa á öðru eða báðum augum og fer hún fram við 3-5 ára aldur.   Letiauga er einnig oft uppgötvað fyrr ef um skjálga er að ræða eða ef óbein mæling er framkvæmd  t.d. með plusOptix S04 Photoscreener. 

Hvað er hægt að gera?

Fyrir 9 ára aldur er hægt að leiðrétta sjónlagsgalla með gleraugum til að fá skýra mynd inn á sjónhimnuna  og oft leiðrétta gleraugu einnig skjálga. Ef um mikinn mun á sjónskerpu á milli augna er að ræða þarf einnig að beita lepp tímabundið til þess að þvinga barnið til þess að nota verra augað.

Hér að neðan má sjá fróðlegt myndband um letiauga frá Þóru Gunnarsdóttur augnlækni. 

Hafðu samband - við aðstoðum

Hjá Sjónlagi starfa átta augnlæknar, þrír sjóntækjafræðingar og fimm hjúkrunarfræðingar, sem veita faglega ráðgjöf.

Hringdu í okkur núna!
577 1001
Smelltu hér til að hafa samband