Starfsfólk Sjónlags styrkir Geðhjálp

10. desember 2012

Starfsfólk Sjónlags tekur þátt í jólalagakeppni Geðhjálpar þetta árið. Byrjað var á því að fara í hljóðver þar sem jólalagið „Jólin eru að koma“ var tekið upp en hljómsveitin „Í Svörtu fötum“ flutti þetta lag upphaflega. Í farmhaldi af heimsókninni í hljóðverið var farið í að búa til myndband. Allir starfsmenn Sjónlags tóku þátt í verkefninu og var oft mikið fjör  í hópnum. Markmið verkefnisins er að safna peningum fyrir Geðhjálp og ekki síður að hafa það gaman saman. Hægt er að horfa á myndbandið hér og styrkja góðan málsstað. Um leið og við þökkum fyrir að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni hverjum við alla til að styrkja Geðhjálp. 

Myndin er tekinn þegar við framkvæmdum geðgjörninginn "Mad Men"

man-woman3