mobile
Leita

Samningur Sjónlags og Neyðarlínunnar

18. febrúar 2014

Sjónlag og Neyðarlínan 112 hafa gert með sér samning sem snýr að augnheilsu starfsmanna Neyðarlínunnar. Samningurinn felur í sér m.a. reglubundna augnskoðun og þjónusta við kaup á gleraugum til skjávinnslu. Starfsmenn Neyðarlínunnar vinna mjög fjölbreytt störf og er þetta liður í því að þeir geti sinnt sínum verkefnum örugglega. Sjónlag býður starfsfólk Neyðarlínunnar velkomið í hóp ánægðra viðskiptavina. 

Kristinn Ólafsson framkvæmdastjóri Sjónlags og Þórhallur Ólafsson framkvæmdastjóri Neyðarlínnunar handsala samkomulagið.

Kristinn Ólafsson

Framkvæmdastjóri