Verðskrá

Hér að neðan má finna verð fyrir mismunandi laseraðgerðir. Við leggjum mikla áherslu á að viðskiptavinir ráðfæri sig við augnlækna okkar um hvaða aðgerð hentar, en það kemur meðal annars í ljós eftir ítarlega forskoðun í vönduðum tækjum Sjónlags og skoðun augnlækna.

Staðgreiðsluafsláttur og vaxtalaus kortalán

Augnlækningar

Sjónlag býður upp á vaxtalaus kortalán í tengslum við laseraðgerðir.

Lánin eru til allt að 24 mánaða og er mánaðarleg greiðsla frá 13.558 kr. Við þetta bætist aðeins 3,5% lántökukostnaður.

Ef þú kýst að staðgreiða aðgerðina gefum við þér allt að 30.000 kr. í staðgreiðsluafslátt.

Hafðu samband og pantaðu tíma í forskoðun, við höfum aldrei boðið betur.

Forskoðun

Ítarleg forskoðun fyrir hníflausa sjónlagsaðgerð.

7.800 kr.

Snertilaus transPRK
SmartPulse sjónlagsaðgerð 

Snertilaus aðgerð með Schwind Armaris 750S laser.

305.000 kr.

285.000 kr. staðgreitt

Léttgreiðslur: 
76.250 kr. x 4*

Vaxtalaus kortalán 24 mánuðir: 
13.558 kr. x 24 **

 

Femto-LASIK sjónlagsaðgerð

Hníflaus aðgerð með Schwind Armaris 750S laser og Ziemer Z 2 Femto laser.

360.000 kr.

330.000 kr. staðgreitt

Léttgreiðslur: 
90.000 kr. x 4*

Vaxtalaus kortalán 24 mánuðir: 
15.950 kr. x 24 ** 

* Léttgreiðsla án vaxta og kostnaðar

** 3,5% lántökukostnaður.

Niðurgreiðsla

Athugið að fjöldi stéttarfélaga tekur þátt í kostnaði vegna sjónlagsaðgerða, kynntu þér hvort stéttarfélagið þitt bjóði uppá styrki.

Tryggingastofnun ríkisins (TR) greiðir stóran hluta aðgerðar í eftirfarandi tilfellum:

1. Þegar um er að ræða sjónlagsgalla þar sem munur milli augna er svo mikill að hann veldur tvísýni (3 ljósbrotseiningar (D)).

2. Þegar ljósbrot er svo óreglulegt eða sjónskekkja svo mikil (meiri en 4 D) að ekki fæst gagnleg sjón með öðrum ráðum.