Umsagnir viðskiptavina

Mikill fjöldi fólks hefur upplifað þá ánægjulegu lífsstílsbreytingu sem fylgir laseraðgerð. Hér má sjá umsagnir nokkurra viðskiptavina Sjónlags. 

Það eina sem skiptir máli fyrir mig er að ég sjái textann á sviðinu
Bubbi Morthens
Það er ótrúlega mikill munur að taka ljósmyndir, að geta sett myndavélina alveg upp við andlitið á sér án þess að gleraugun séu á milli, breytir ótrúlega miklu.
Ásdís Jörundsdóttir
Ég þarf ekki lengur að nota gleraugu til að horfa á sjónvarpið og vonandi í framtíðinni verður þetta til þess að ég bæti mig í golfi fyrir vikið.
Ragnar Bogason
Ég hélt alltaf að ég væri ekki kandídat en síðan bauðst mér að fara í skoðun og þá kom í ljós að ég var það. Þannig að ég sló til og ég sé ekki eftir því.
Margrét Þórðardóttir
Að setja hjálminn á sig þegar maður fer út á mótorhjólinu og það eru engin gleraugu fyrir, það er eitthvað sem ég á eftir að njóta!
Ástríður Jóna Guðmundsdóttir
Ég vildi losna við móðuna á gleraugunum, geta farið út í rigningu, stundað líkamsrækt og hvað eina það sem maður vill gera. Þetta var miklu auðveldara en ég átti von á.
Ómar Örn Aðalsteinsson