Snertilaus sjónlagsaðgerð – transPRK SmartPulse

Sjónlag býður nú upp á uppfærða snertilausa TransPRK SmartPulse meðferð. TransPRK SmartPulse er sjónlagsaðgerð sem byggir eingöngu á notkun lasergeisla og með nýrri svo kallaðri SmartPulse tækni verður gróandinn eftir aðgerðina enn sneggri miðað við hefðbundna TransPRK SmartPulse aðgerð. Snertilaus sjónlagsaðgerð hentar sérstaklega vel þegar um minni sjónlagsgalla er að ræða, svo sem við nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju og ef hornhimnur eru þunnar.

TransPRK SmartPulse er háþróuð yfirborðsmeðferð með laser þar sem þekjuvefurinn er fjarlægður með meiri nákvæmni og á jafnari og auðveldari hátt en með hefðbundinni aðferð (PRK), þar sem þekjuvefurinn er skrapaður burtu eða leystur upp með alkóhóli.

Bataferlið er enn styttra eftir meðferð með TransPRK SmartPulse en með eldri aðferðum. Bati í sjón kemur einnig fyrr fram og óþægindi eftir meðferðina eru nú enn minni með SmartPulse tækni.

Gæði sjónar og árangur aðgerðanna eru sambærileg ef miðað er við 4-6 vikur frá aðgerð.

2015-02 SmartPulse_Fullerene Struktur