Getur þú farið í aðgerð?

Starfsfólk okkar hefur áralanga reynslu af því að meta sjónlag og veita ráðgjöf um aðgerð í samræmi við ástand augna og aðra þætti í heilsufari fólks. Með aðstoð okkar ættir þú að geta tekið yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um hvort og þá hvers konar aðgerð þú vilt fara í. 

Fyrsta skrefið er að fara í forskoðun, sem leiðir í ljós hvernig sjónlag þitt er. Í framhaldi af henni er hægt að skoða hvort og þá hvernig aðgerð muni henta fyrir þig. Í flestum tilfellum er aðgerð möguleg. Þó munum við ekki mæla með aðgerð nema miklar líkur séu á árangri. Árangur okkar í laseraðgerðum er sambærilegur við það besta sem gerist erlendis, samkvæmt fagtímaritum. Lykilatriði í þeim árangri er að öryggi, heilsa og velferð viðskiptavina er ávallt höfð að leiðarljósi í ráðgjöfinni.

Ef svo ólíklega vill til að engin af þeim aðgerðum sem við erum með í boði hentar þér ráðleggjum við þér einnig um framhaldið og förum yfir hvort möguleiki kunni að vera á aðgerð síðar eða hvort rétt sé að þú haldir þig áfram við gleraugu og snertilinsur.

9274

Það eina sem skiptir máli fyrir mig er að ég sjái textann á sviðinu
Bubbi Morthens
Það er ótrúlega mikill munur að taka ljósmyndir, að geta sett myndavélina alveg upp við andlitið á sér án þess að gleraugun séu á milli, breytir ótrúlega miklu.
Ásdís Jörundsdóttir
Ég þarf ekki lengur að nota gleraugu til að horfa á sjónvarpið og vonandi í framtíðinni verður þetta til þess að ég bæti mig í golfi fyrir vikið.
Ragnar Bogason
Ég hélt alltaf að ég væri ekki kandídat en síðan bauðst mér að fara í skoðun og þá kom í ljós að ég var það. Þannig að ég sló til og ég sé ekki eftir því.
Margrét Þórðardóttir
Að setja hjálminn á sig þegar maður fer út á mótorhjólinu og það eru engin gleraugu fyrir, það er eitthvað sem ég á eftir að njóta!
Ástríður Jóna Guðmundsdóttir
Ég vildi losna við móðuna á gleraugunum, geta farið út í rigningu, stundað líkamsrækt og hvað eina það sem maður vill gera. Þetta var miklu auðveldara en ég átti von á.
Ómar Örn Aðalsteinsson