Gleraugun og þú

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig það væri að þurfa ekki að þreifa á náttborðinu eftir gleraugunum áður en þú opnar augun? Geta hlaupið inn í búð úr kuldanum án þess að fá móðu á gleraugun eða skellt þér í ræktina þó þú sért ekki með linsur? Þú og gleraugun þín eruð ekki einn og sami hluturinn. Gleraugu þurfa ekki að takmarka þig, ákveða hver þú ert eða hvað þú gerir. Opnaðu augun fyrir frelsinu.

Sjónlag býður upp á fjölbreyttar laseraðgerðir á verði sem hentar öllum. Í öllum okkar meðferðum er notast við Schwind Amaris 750S laser en það er nýjasti augnlaserinn á landinu.

Þú getur kynnt þér allar hliðar þjónustu okkar hér á heimasíðunni. Hafðu endilega samband við okkur ef það vakna einhverjar spurningar.

Kynningarmyndband

Sjónlagsaðgerð er mun minna mál en margir halda, eins og sjá má í þessu stutta myndbandi.

 

Laseraðgerðir

Sjónlag eina fyrirtækið sem býður upp á laseraðgerðir sem eru algjörlega hníflausar en eingöngu er notast við lasertækni í Femto-LASIK og TransPRK SmartPulse aðgerðum.

Nýjasta tæknin í augnaðgerðum

Hvað er Femto-LASIK?

Femto-LASIK tæknin er öruggari og nákvæmari en eldri tækni sem er notuð við sjónlagsaðgerðir. Femto-LASIK minnkar mjög líkur á enduraðgerð því mun sjaldgæfara er að kvillar á borð við nærsýni taki sig upp. Þá er sýkingarhætta enn minni og bati enn skjótari en með þeim aðferðum sem beitt hefur verið hér á landi síðan árið 2000.

Nánar um Femto LASIK

Getur þú farið í aðgerð?

Forskoðunin leiðir í ljós hvernig sjónlag þitt er, hvort og þá hvernig aðgerð muni henta fyrir augun þín. Í framhaldinu verður farið yfir möguleiknana með þér og lagt á ráðin.

Nánar um möguleika þína á aðgerð

Forskoðun

Forskoðunin leiðir í ljós hvernig sjónlag þitt er, hvort og þá hvernig aðgerð muni henta fyrir augun þín. Í framhaldinu verður farið yfir möguleikana með þér og lagt á ráðin.

Nánar um forskoðun

Aðgerðin sjálf

Við gerum allt til að hafa andrúmsloftið sem þægilegast og að vel fari um þig fyrir aðgerðina og meðan á henni stendur. Við fylgjum þér svo eftir í allt að 1 ár eftir aðgerð.

Nánar um aðgerðina

Umsagnir viðskiptavina

Mikill fjöldi fólks hefur upplifað þá ánægjulegu lífsstílsbreytingu sem fylgir sjónlagsaðgerð. Hér má sjá umsagnir nokkurra viðskiptavina Sjónlags.

Nánar um umsagnir viðskiptavina

Spurt og svarað

Hver er munurinn á Femto LASIK og hefðbundinni LASIK aðgerð? Ég er svo viðkvæmur í augunum að ég get ábyggilega ekki verið kyrr í aðgerðinni? Hvað tekur aðgerðin langan tíma? Fáðu svörin við algengustu spurningunum.

Nánar um spurningar og svör

Verðskrá

Kynntu þér verðskrá okkar. Við bendum á að fjölmörg stéttarfélög veita félagsmönnum styrk til sjónlagsaðgerða.

Nánar um verð