mobile
Leita

Schwind Amaris 750S

columns

Schwind Amaris 750S er eitt fullkomnasta augnlasertæki sem er framleitt í dag.  Þetta er nýtt tæki byggt á áratuga reynslu tæknimanna Schwind og samstarfslækna þeirra.  Fyrirtækið er þýskt og hefur vaxið rólega upp í það að vera eitt af leiðandi fyrirtækjum á þessu sviði í dag í heiminum.  Það er lögð mikil áhersla á gæði og ekta þýska hönnun sem ásamt góðum hugbúnaði tryggir saumlaust flæði frá skoðun til meðferðar. 

Schwind Amaris 750S er búið einum hraðvirkasta lasergeisla í heimi (750MHz) sem tryggir fljóta nákvæma meðferð.

 

Helstu kostir :

Hraði: 750 Hz tryggir meðhöndlun á skjótan og öruggan hátt.

Orkustýring: Með framúrstefnulegri hugsun ákváðu tæknimenn Schwind að láta laserinn vinna 80% vinnunnar með mikilli orku og flýta þannig fyrir en minnka svo orkuna í lokin til að fínpússa yfirborðið. Þannig hefur tekist að minnka verulega meðferðartíma.  

1050 Hz eltigeisli sem þýðir að tækið stillir staðsetningu geislans á hornhimunni rúmlega 1000 þúsund sinnum á sekúndu. Þetta er áður óþekkt nákvæmni í slíkum aðgerðum.

6D eye tracking – Eltigeisli í 6 víddum. Hér hefur líka verið stigið stórt skref fram á við.  Tækið fylgist náið með hreyfingum augans í öllum víddum og eltir ljósopið og lithimnu í x og y ás (1 og 2 vídd) rúllandi hreyfingar (3 og 4 vídd), snúningur augans (5 vídd) og hreyfing eftir z ás (6 vídd).  Ennfremur fylgist það náið með ljósopi, stærð og legu.  Ekkert annað tæki á markaðnum í dag býður upp á þessa nákvæmni.

Hitastýring: Hiti sem myndast í hornhimnunni við aðgerð hefur ávallt verið áhyggjuefni lækna við slíkar aðgerðir.  Schwind hefur þróað aðferð til að draga verulega úr þessari hitamyndun og heldur meðalhita hornhimnunnar  lágum á meðan meðferð stendur, nokkuð sem eykur gæði meðferðar.

curve screen tech eye

 

Meðferð við aldursbundinni (elli) fjarsýni eða PresbyMax er meðferðar algórithmi þróaður í samvinnu við Prófessor Jorge L. Alió augnlækni við Háskólann í Alicante á Spáni og Vissum. PresbyMax meðferðin gerir okkur kleift að til viðbótar við sjónlagsaðgerð við nærsýni eða fjarsýni getum við hjá aldurshópnum 45-60 ára einnig fjarlægt þörfina fyrir lesgleraugu. Mjög spennandi viðbót við núverandi framboð á meðferðum og er nýtt hér á landi. 

 

Skraddarasaumuð meðferð ORK – CAM module.

Nýr hugbúnaður sem vinnur í beinu sambandi við lasertækið  í gegnum Sirius Scheimpflug myndavél

Forritið gefur okkur færi á að skipuleggja meðferð á hornhimnunni með mikilli nákvæmni. Hér er notast við mælitæki er skoða hornhimnuna með mikilli nákvæmni og geta þannig skraddarasaumað meðferðina og dregið verulega úr óeðlilegu ljósbroti (aberrations) og tryggt þannig hámarks contrast sensitivity.


FEMTO

Ziemer er Svissneskt tæknifyrirtæki á sviði augnlækninga og hefur framleitt tæki til flipagerðar við sjónlagaðgerðir. Ziemer LDV Z2 femtosecond laser er nýjasta afurð þeirra á þessu sviði þar sem lasergeisla í stað hnífs er beitt til að búa til flipa framan á hornhimnunni.  Hér er um byltingarkennda aðferð að ræða sem hefur verið í þróun sl ár og er nú að skrifa nýjan kafla í sögu sjónlagsaðgerða. Það fylgja því margir kostir að notast við lasergeisla við flipagerð.

 

Femto tækni: Hér byggir meðferðin á mjög lágri púlsorku (nJ), púlsinn er stuttur og ör (MHz).

 

Laserhandfang með gríðarlegri nákvæmni: Með því að hafa laserinn í hausnum er tengist beint við augað er hægt að auka mjög nákvæmni meðferðarinnar og tryggja að þykktin sé ávallt sú sama, fækka loftbólum er myndast í hornhimnunni og minnka bjúg er verður eftir aðgerð.

 

Laserinn er ennfremur með tölvustýrt sog sem tryggir hámarksöryggi.

comparison

Gæði flipa: Að gera flipann með laser þýðir að hægt er að bæta verulega nætursjón fyrst eftir aðgerð.  Minni þurrkur og óþægindi eftir aðgerð.  Flipinn er jafnari og þynnri (110 micron) sem gerir hornhimnuna sterkari eftir aðgerð en ella.  Gæði flipans skilar sé líka í hraðari gróanda með betri sjón fyrr sem og færri tilfelli fylgikvilla svo sem innvöxtur þekju eða önnur flipavandamál. 

Sjónlag er fyrsta augnlæknastöðin á Íslandi til að bjóða uppá þessa tækni sem hefur á skömmum tíma orðið gullstandarinn í sjónlagaðgerðum um allan heim.

chart

Amadeus keratom.

Í yfir 10 ár hefur Sjónlag notað Ziemer Amadeus flipavél (keratom) við flipagerð með mjög góðum árangri enda Ziemer Amadeus lengi verið meðal fremstu og bestu tækja sinnar gerðar.  Síðastliðin ár hafa orðið mjög örar framfarir í augnskurðulækningum og hafa lasertækin staðið þar uppúr líkt og dæmin sanna með Femtosecond tæknina.  Á hinn bóginn hefur Amadeus flipavélin sannað sig í meira en áratug og verður því áfram í boði sem öruggur en ódýrari kostur við sjónlagsaðgerðir.

Keratom (flipavél) notast við lítið hnífsblað sem sett er í haus með motor og honum síðan rennt yfir hornhimnuna undir nákvæmlega stýrðu sogi.