mobile
Leita

Óregluleg bjögun ljóss

Sjónin er teygð og bjöguð í mismunandi fjarlægðum (Higher order aberrations)

Hvert auga er með sína innbyggðu bjögun sem byggir að stórum hluta á yfirborði hornhimnunnar 80% en einnig augasteini og glerhlaupi 20%. Ef þessi óregla verður mikil versnar t.d. nætursjón. Þetta gerist vegna þess að ljósið er fókuserað í mörgum punktum í sjónhimnunni og við það að ljósopin stækka verður sjónin marktækt óskýrari.

Meðferð

Til að geta meðhöndlað slíka bjögun þarf fyrst að staðsetja breytingarnar í auganu. Það er gert með svokallaðir Wavefront tækni. Þannig er hægt að skraddarasauma meðferðina fyrir hvert auga. Meðferð með Amaris 750S gefur fyrst og fremst óbreytt ljósbrotsástand augans en ef einhver marktæk óregla er til staðar en hún leiðrétt sérstaklega.

Bjagað augabjöguð sjón