Augað

Gluggi okkar að umheiminum

Augað er stórkostlegt líffæri. Skýr og litrík mynd er búin til í sjónhimnu augans með samvinnu hornhimnu, linsu og ljósops. Ljósið sem berst til augans mætir fyrst hornhimnunni sem brýtur það og fókuserar í átt að miðgróf augans. Því næst fer það í gegnum ljósopið sem með stærðarbreytingu getur stillt af ljósmagnið sem fer áfram inn í augað. Loks fer ljósið í gegnum augasteininn sem fókuserar það ennfrekar og fínstillir áður en það lendir á sjónhimnunni í augnbotninum. Í sjónhimnunni taka 3 lita nemar ásamt háskerpu svart/hvítum nemum við ljósinu og breyta ljósi í rafbylgjur sem eru sendar til sjónstöðva aftast í heilanum í gegnum sjóntaugina.

augað