mobile
Leita

Bæklingar

Laseraðgerðir (570 KB)

Nákvæm augnskoðun er framkvæmd áður en kemur að aðgerð. Við skráum almenna heilsufarssögu og leitum allra upplýsinga varðandi lyfjaofnæmi. Síðan er sjónin mæld með og án gleraugna eða snertilinsa. Hornhimnan sjálf er síðan mæld með afar nákvæmum tækjum og stærð sjáaldra skoðuð í rökkri og birtu. Að því loknu eru sjáöldrin víkkuð út með augndropum og augnbotnar skoðaðir vandlega.

Skoða bækling

Augasteinsaðgerðir (Katarakt) (380 KB)

Augað er eitt af mikilvægustu skilvitum mannsins. Ljós berst inn í augun í gegnum hornhimnuna (glæruna), augasteininn og glerhlaupið áður en það lendir á sjónhimnunni. Þar eru milljónir fruma sem nema ljósið og senda boð gegnum sjóntaugina til heilans sem túlkar boðin í mynd.

Skoða bækling

Augasteinsaðgerð (Eftirmeðferð) (310 KB)

Hvað er eðlilegt fyrst eftir aðgerð?
Hvað er óeðlilegt eftir aðgerð?
Hvað þarf að líða langur tíma áður en má fara í líkamsrækt ?

Skoða bækling

Ellihrörnun í augnbotnum (415 KB)

Ellihrörnun í augnbotnum er algengasta orsök lögblindu hjá fólki 70 ára og eldri. Sjúkdómurinn hefur mikil áhrif á lífsgæði fólks og hæfni til að bjarga sér sjálft á efri árum. Hrörnunin byrjar oft sem hvítir blettir í sjónhimnu (drusen) ásamt breytingum á litflekju undir sjónhimnu.

Skoða bækling

Augnsjúkdómar tengdir sykursýki (320 KB)

Sjónhimnusjúkdómur kemur venjulega fram eftir að fólk hefur verið með sykursýki í nokkur ár. Fólk verður yfirleitt ekki vart við fyrstu breytingar í augnbotni en á seinni stigum getur myndast sjónhimnubjúgur sem er algengasta orsök sjóndepru hjá sykursjúkum.

Skoða bækling

Þurr augu (400 KB)

Augnþurrkur er afar algengt vandamál. Líklegt er að u.fl.b. 15.000 íslendingar þjáist af þurrum augum. Í þessum sjúkdómi framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki nægilega vel samansett og þau gufa upp of fljótt.

Skoða bækling

Hvarmabólga (340 KB)

Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu, þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks.

Skoða bækling