Augasteinaskipti hafa verið framkvæmd í áratugi og því komin mikil og góð reynsla af aðgerðinni. Algengast er að aðgerðin sé gerð til að fjarlægja ský á augasteini en hún er einnig gerð til að laga sjónlagsgalla (nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju) fyrir fólk eldra en 55 ára.
Stöðugt eru í þróun nýjar tegundir gerviaugasteina sem eiga það sameiginlegt að gera einstaklinga minna háða gleraugum. Einn af kostum aðgerðarinnar er að sá sem hefur undirgengist augasteinaskipti á ekki á hættu að fá ský á augastein síðar meir. Fyrir þá sem vilja geta lesið án lesgleraugna er augsteinsskipti með ísetningu fjölfókus gerviaugasteins góður kostur.
Linsur
Einfókus
Fjölfókus
Sjónskekkja
Hvað er leiðrétt
Fjarsýni
Bæði nærsýni og fjarsýni
Sjónskekkja og fjarsýni
Pöntunartími
Til á lager
2-6 vikur í pöntun
(Forskoðun nauðsynleg)
Verð
420.000 kr. heildarverð
210.000 kr annað auga
735.000 kr. heildarverð
367.500 kr annað auga
610.000 kr. heildarverð
305.000 kr annað auga
Panta tíma fyrir forskoðun hér.
Sjónlag og Sjúkratyggingar Íslands eru í samstarfi um framkvæmd augasteinsaðgerða hjá þeim sem eru með greint ský á augasteini*. Eftirspurn er mun meiri en framboð á niðurgreiddum aðgerðum og því hefur myndast biðlisti í þessar aðgerðir. Sjúklingar sem fá hefðbundna gerviaugasteina fá yfirleitt góða sjón, sérstaklega til að sjá frá sér. Flestir sjúklinganna þurfa þó að nota gleraugu til að sjá vel nálægt sér, t.d. við lestur. Ef áhugi er fyrir því að verða gleraugnalaus eftir aðgerðina þá þarf að skoða það sérstaklega.
Ef þú hefur fyrirspurn varðandi mál tengd biðlista fyrir augasteinsaðgerðir vinsamlegast fyllið út formið hér að neðan og við munum hafa samband.