mobile
Leita

PresbyMax

Ný meðferð við ellifjarsýni

Sjónlag hefur um nokkurra ára skeið boðið upp á meðferð við ellifjarsýni með augasteinaskiptum og ísetningu fjölfókus linsa hjá fólki eldra en 45 ára. Árangurinn hefur verið mjög góður. Nú, með tilkomu nýrra lasertækja höfum við möguleika á að leiðrétta ellifjarsýni með s.k. PresbyMax lasermeðferð og nýtist þessi viðbót fyrst og fremst fólki á aldrinum 45-55 ára. Fleiri leiðir til að vinna gegn ellifjarsýni eru færar. Sjónlag leggur áherslu á að skjólstæðingar komi í forskoðun m.t.t. sjónlagsaðgerðar og fái sjón sína metna ásamt því að útlista sínar þarfir og kröfur til sjónar.

Í framhaldi gerum við áætlun og ráðleggjum hvaða meðferð myndi henta þér best.